Herbert Weir Smyth

Herbert Weir Smyth.

Herbert Weir Smyth (8. ágúst 1857 í Wilmington í Delaware1937) var bandarískur fornfræðingur og textafræðingur. Rit hans um málfræði forngrísku er undirstöðurit um viðfangsefnið á ensku. Smyth tók við af William Watson Goodwin sem Eliott-prófessor í grískum bókmenntum við Harvard-háskóla.

Smyth hlaut menntun sína við Swarthmore College (A.B. 1876), Harvard (A.B. 1878), háskólann í Leipzig og Georg-August háskólann í Göttingen (Ph.D. 1884). Hann kenndi forngrísku og sanskrít á Williams College frá 1883 til 1885 og síðan forngrísku við Johns Hopkins University í tvö ár eftir það. Hann var prófessor í forngrísku á Bryn Mawr frá 1887 til 1901. Árið 1901 bauðst honum prófessorsstaða á Harvard og 1902 var hann skipaður Eliott-prófessor í grískum bókmenntum. Smyth var ritari American Philological Association frá 1889 til 1904 og ritstjóri tímaritsins Transactions of the American Philological Association. Árið 1904 var hann kosinn forseti samtakanna. Hann var kjörinn félagi í American Academy of Arts and Sciences og American Philosophical Society og var varaforseti Egypt Exploration Society.


From Wikipedia, the free encyclopedia · View on Wikipedia

Developed by Tubidy